Image Image Image Image Image Image Image Image Image

28 Jan

By

Stoðþjónusta

28/01/2016 | By |

Löggiltir endurskoðendur bjóða upp á tímabundna aðstoð til fyrirtækja sem vilja geta nýtt betur afurðir reikningsskila og annarra upplýsingakerfa við við ákvörðunartöku í daglegum rekstri og þegar taka þarf stórar fjármálalegar ákvarðanir. Markmiðið þessarar þjónustu (stoðþjónustu) er að stjórnendur geti óskipt beint kröftum sínum að tekjumyndandi kjarnastarfsemi án þess að hafa áhyggjur af bókhaldinu.

Um getur verið að ræða tímabundin útleiga á fjármálastjóra, skrifstofustjóra, aðalbókara eða vinnslu afmarkaðra verkefna.

Dæmi um verkefni sem fallið geta hér undir eru.

– Yfirumsjón með bókhaldi.
– Yfirumsjón með afstemmingum og milliuppgjörum.
– Hvernig tryggja skal áreiðanleg reikningsskil
sem stjórnendur geta reitt sig á.
– Hvernig nota má bókhald við gerð greiðsluáætlana.
– Uppsetning fjárhagsskýrslna til að fylgjast með
þróun greiðslustöðu, rekstrar og fjárhagslegu heilbrigði.
– Almenn verkefnastjórnun sem snýr að fjármálum.

Fyrsti samráðsfundur er án endurgjalds.

Nánari upplýsingar gefur Andrés E Hilmarsson, andres@endurskodendur.is.